top of page

Álfheiður Björk heiti ég, fædd í Víðinesi á Kjalar­nesi þann 27. janúar 2001. Þar ólst ég upp til 5 ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu minni í Reykholt í Biskupstungum.

 
Frá unga aldri hef ég haft gaman af sköpun og list. Ég uni mér best þegar ég fæ að skapa eitt­hvað og á mjög auð­velt með að gleyma mér tímunum saman. Þrátt fyrir áhuga minn á sköpun og list skráði ég mig á náttúru­fræði­braut í Mennta-skólanum að Laugar­vatni og út­skrifaðist þaðan vorið 2019. Í menntaskóla sat ég í stjórn nemendafélagsins Mímis sem vef- og markaðsfulltrúi og kviknaði þá áhugi minn á grafík.

Haustið 2019 ákvað ég á síðustu stundu að skrá mig í grafíska miðlun í Tækniskólanum án þess að vita almennilega hvað það væri. Það eina sem ég vissi var að mig langaði ekkert að fara í háskóla, bara af því bara, heldur vildi ég læra eitthvað sem ég hafði áhuga á.

 

Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni, bæði samnemendur og alla kennarana og ég get ekki beðið eftir að sjá hvert skyndiákvarðanirnar taka mig næst!

Takk fyrir mig!

 

Vefur_illustraitor-06_edited.png
bottom of page