Æskan og skógurinn
Eitt af verkefnum seinni annar var að hanna, setja upp og brjóta um bókina Æskan og skógurinn. Uppsetning og hönnun var undir hverjum og einum komin en myndir á innsíður, síðustærð og fleira þurftu nemendur að hafa samkvæmt verklýsingu. Hér má sjá brot úr bókinni ásamt kápunni og fleiri upplýsingar um vinnslu verkefnisins.
Um bókina
Bókin Æskan og skógurinn fjallar um skógrækt á Íslandi. Bókin var upphaflega ætluð efstu bekkjum í grunnskólum. Snorri Sigurðsson, annar rithöfundanna, sagðist vonast til þess að vekja áhuga æskunnar á þessu mikilsverða máli sem skógrækt er.
Bókin var skrifuð af Snorra Sigurðssyni og Jósep Jóhannessyni og fyrst gefin út árið 1964. Nemendur í grafískri miðlun hafa um nokkurt skeið brotið um part af bókinni og prentað. Hér má sjá bókina á rafrænu formi.